Grunnskólabörn lásu fyrir starfsfólk Íslandssögu

 

Flottur hópur grunnskólabarna á Suðureyri

Alþjóða dagur læsis var á fimmtudaginn var og af því tilefni komu nemendur úr Grunnskóla Suðureyrar og lásu fyrir starfsfólk Íslandssögu. Börn úr 1-10 bekk lásu brot úr sögunni um Jón Odd og Jón Bjarna. Einnig voru lesin ljóð og smásögur. Lesið var bæði á íslensku og pólsku. Lesturinn var flottur hjá krökkunum og auðheyrt að þau leggja sig fram við námið. Íslandssaga þakkar nemendum kærlega fyrir komuna.