Fiskistofa lýkur könnun á samræmi í innkaupum á hráefni og seldum afurðum

Þann 3. Júní 2010 hóf Fiskistofa könnun á samræmi í innkaupum á hráefni og seldum afurðum frá félaginu. 15 janúar s.l. eða rúmum 30 mánuðum eftir að könnun hefst er komin niðurstaða í málið, ekkert athugavert er í innkaupum á hráefni bakreiknað frá afurðum sem félagið seldi.

Stjórnendur Fiskvinnslunnar Íslandssögu hf fagna því að niðurstaða hafi fengist í þetta mál. Það hefur valdið félaginu miklum erfiðleikum í endurskipulagningu á félaginu í kjölfar hrunsins. Samskipti við opinberar stofnanir og fjármálastofnanir hafa ekki verið með eðlilegum hætti eftir að þetta mál kom upp. Nú munu vonandi verða breyting þar á og horfa eigendur félagsins bjartsýnir fram á veginn. Um leið vilja eigendur þakka viðskiptabanka, viðskiptavinum, starfsfólki og öðrum sem stutt hafa við félagið með þolinmæði á þessu tímabili. Það er trú okkar og von að hér sé hægt að byggja upp til framtíðar. Hér að neðan getur að líta bréf Fiskistofu.

Bréf Fiskistofu til Íslandssögu.

Næg atvinna í sumar

Næg atvinna hefur verið hjá fiskvinnslunni Íslandssögu í sumar og hefur ekkert verið stoppað frekar en undanfarin sumur. 

Heimakrakkar frá 15 ára aldri fengu vinnu í sumarfríi sínu frá skóla og stóðu þau sig vel eins og áður. Unnin hafa verið rúm 1300 tonn af ýsu, þorski og steinbít í júní, júlí og það sem af er ágúst og hefur það að mestu leyti farið á markaði í Bretlandi og Bandaríkjunum.

Gæftir hafa verið ágætar hjá bátunum okkar eftir einn erfiðasta vetur í manna minnum en þá féllu margir dagar úr vegna brælu á miðunum. Einnig hefur verið keypt töluvert á mörkuðum og af strandveiðibátum sem réru frá Suðureyri. Þegar þetta er skrifað er nægur fiskur og mikil vinna framundan þessa vikuna.

Báran í slipp

Bára ÍS 200 einn af bátum Íslandssögu er nú í Suðureyrarslipp þar sem árleg skoðun og viðhald fer fram. Botnmálun og sínk ásamt fleiru smálegu. Báran hefur verið á línuveiðum síðan hún kom í eigu Íslandssögu en nú verður breyting þar á. Frá og með 1. júní mun Báran fara á strandveiðar og er það sennilega í fyrsta sinn sem þessi bátur fer á handfæraveiðar. 

Báran kominn í vagninn.
Read More

Fiskvinnslan Íslandssaga

Velkominn á nýja heimasíðu fiskvinnslunnar Íslandssögu á Suðureyri. Hér geturðu fundið upplýsingar um fyrirtækið okkar, starfsmenn þess og fleira.

Á forsíðunni ætlum við að hafa reglulegar fréttir af því sem tengist starfseminni og öðru okkur viðkomandi.

Kveðja

Íslandssaga