Þann 3. Júní 2010 hóf Fiskistofa könnun á samræmi í innkaupum á hráefni og seldum afurðum frá félaginu. 15 janúar s.l. eða rúmum 30 mánuðum eftir að könnun hefst er komin niðurstaða í málið, ekkert athugavert er í innkaupum á hráefni bakreiknað frá afurðum sem félagið seldi.

Stjórnendur Fiskvinnslunnar Íslandssögu hf fagna því að niðurstaða hafi fengist í þetta mál. Það hefur valdið félaginu miklum erfiðleikum í endurskipulagningu á félaginu í kjölfar hrunsins. Samskipti við opinberar stofnanir og fjármálastofnanir hafa ekki verið með eðlilegum hætti eftir að þetta mál kom upp. Nú munu vonandi verða breyting þar á og horfa eigendur félagsins bjartsýnir fram á veginn. Um leið vilja eigendur þakka viðskiptabanka, viðskiptavinum, starfsfólki og öðrum sem stutt hafa við félagið með þolinmæði á þessu tímabili. Það er trú okkar og von að hér sé hægt að byggja upp til framtíðar. Hér að neðan getur að líta bréf Fiskistofu.

Bréf Fiskistofu til Íslandssögu.

{ Comments on this entry are closed }

Grunnskólabörn lásu fyrir starfsfólk Íslandssögu

by admin 12.09.2011

  Alþjóða dagur læsis var á fimmtudaginn var og af því tilefni komu nemendur úr Grunnskóla Suðureyrar og lásu fyrir starfsfólk Íslandssögu. Börn úr 1-10 bekk lásu brot úr sögunni um Jón Odd og Jón Bjarna. Einnig voru lesin ljóð og smásögur. Lesið var bæði á íslensku og pólsku. Lesturinn var flottur hjá krökkunum og auðheyrt […]

Lesa meira →

Næg atvinna í sumar

by admin 23.08.2011

Næg atvinna hefur verið hjá fiskvinnslunni Íslandssögu í sumar og hefur ekkert verið stoppað frekar en undanfarin sumur. Heimakrakkar frá 15 ára aldri fengu vinnu í sumarfríi sínu frá skóla og stóðu þau sig vel eins og áður. Unnin hafa verið rúm 1300 tonn af ýsu, þorski og steinbít í júní, júlí og það sem af […]

Lesa meira →

Báran í slipp

by admin 19.05.2011

Bára ÍS 200 einn af bátum Íslandssögu er nú í Suðureyrarslipp þar sem árleg skoðun og viðhald fer fram. Botnmálun og sínk ásamt fleiru smálegu. Báran hefur verið á línuveiðum síðan hún kom í eigu Íslandssögu en nú verður breyting þar á. Frá og með 1. júní mun Báran fara á strandveiðar og er það […]

Lesa meira →

MSC vottun

by Ingolfur 17.11.2010

11. nóvember 2010 Sæmark sjávarafurðir ehf. Línu-, handfæra-og dragnótaveiðar á þorski (Gadus morhua), ýsu (Melanogrammus aeglefinus) og steinbít (Anarhichas lupus) innan íslensku efnahagslögsögunnar. Marine Stewardship Council vottun. Vottunarstofa: Vottunarstofan Tún ehf. Tilkynning um breytta tímasetningu vettvangsheimsókna og samráðsfunda Share on Facebook

Lesa meira →

Allt að 6 þúsund börn borðuðu soðna ýsu frá Íslandssögu í gær

by Ingolfur 10.11.2010

Gera má ráð fyrir að allt að sex þúsund skólabörn hafi borðað soðna ýsu í gær sem unnin var hjá fiskvinnslunni Íslandssögu. Fyrirtækið Skólamatur ehf í Reykjanesbæ sem sér um matseld hjá 18 skólum á suðvestur horni landsins bauð  upp á soðna ýsu með smjöri og kartöflum og að sjálfsögðu rúgbrauði. Þessi bráðholli og þjóðlegi […]

Lesa meira →

Bræla og lítið hráefni

by Ingolfur 03.11.2010

Það hefur frekar lítið gefið síðustu tvær vikur. Bátar Íslandssögu réru síðast á laugardag og því er lítið af fiski í vinnslunni þessa dagana. Veðurútlit er heldur skárra næstu daga og því má búast við að eitthvað lifni yfir vinnslunni seinna í vikunni. Share on Facebook

Lesa meira →

Gestur í slipp

by Ingolfur 07.10.2010

Gestur Kristinsson ÍS er nú kominn inn á gólf hjá Trefjum í Hafnarfirði og verður þar í lagfæringum í einhvern tíma. Þar sem að áhöfnin á Gesti þeir Höskuldur og Magnús eru með afbrygðum vanafastir og sérvitrir var ekkert annað í stöðunni en að fá samskonar bát fyrir þá á meðan. Íslandssaga hefur því leigt […]

Lesa meira →

Alþjóðlegur dagur læsis

by Ingolfur 08.09.2010

Í dag er alþjóðlegur dagur læsis og af því tilefni komu nemendur Grunnskólans á Suðureyri í heimsókn í fiskvinnsluna Íslandssögu og lásu sögur og ljóð fyrir starfsfólkið. Eldri nemendur lásu ljóð en  yngri nemendur sögur. Lesið var bæði á íslensku og pólsku. Það er alltaf gaman að fá nemendur skólans í heimsókn, og þakkar starfsfólk […]

Lesa meira →

Sýning Jóhönnu Andersen „Story telling“ opnuð.

by Ingolfur 04.06.2010

Sýning Jóhönnu Andersen „Story telling“ verður opnuð í matsal Fiskvinnslunnar Íslandssögu hf laugardaginn 5. Júní 2010. Hér að neðan er lítilræði um þessa sýningu og hvernig hún er til kominn, ef þið klikkið á starfsfólk hér að ofan sjáið þið hvað um er að ræða. My program; Storytelling for strategic communication is a vocational education […]

Lesa meira →