Frysting – Áherslur í framleiðslu.

Meginafurð Fiskvinnslunnar Íslandssögu hf er ýsa og eru framleidd um 1500 tonn af afurðum úr ýsu á ársgrundvelli. Stærstur hluti ýsuframleiðslunnar fer á markað í Bretlandi og eru það roðlaus og beinlaus flök, einnig fer nokkur hluti á markað í Bandaríkjunum sem fryst vara.

Fiskvinnslan Íslandssaga hf framleiðir um 200 tonn af steinbítsafurðum á ári mest er um að ræða lausfryst og fersk heil flök til. Meginhluti framleiðslunnar fer á Frakklands -og Þýskalandsmarkað.

Fiskvinnslan Íslandssaga hf framleiðir um 500 tonn af þorskafurðum á ári stærstur hluti framleiðslunnar eru ferskir hnakkar fyrir Bretlandsmarkað.

Í Fiskvinnslunni Íslandssögu hf er lögð rík áhersla á gæðaeftirlit, sýni eru tekin af hráefni fyrir vinnslu og um borð í viðskiptabátum er meðhöndlun metin og skýrsla afhent sjómönnum. Stöðugt eftirlit er með snyrtingu flaka í fiskvinnslunni og er notast við gæða- og eftirlitskerfi HACCP.

Fiskvinnslan Íslandssaga hf leggur metnað sinn í að viðhalda húsnæði og búnaði í samræmi við reglugerðir og kröfur matvælamarkaðarins. Gæðastjóri er Guðrún Oddný Schmidt og ber hún ábyrgð á eftirliti framleiðslunnar ásamt yfirverkstjóra.

Vinnsluferlið er í stöðugri endurskoðun og er stöðugt unnið að því að gera það markvissara og einfaldara.

Helstu söluaðilar á frystum afurðum eru.
Icelandic USA, Marz Seafood og Sæmark.

Flugfiskur – Áherslur í framleiðslu.

Fiskvinnslan Íslandssaga hf. hefur á síðustu árum stöðugt verið að efla vinnslu á ferskum flökum sem flutt eru með flugi á erlenda markaði og kemur þ.a. l. á borð neytandans án þess að hafa verið frystur.

Stærsti hluti ferskfiskframleiðslunnar er unnin úr ýsui eða um 80%. 20% eru Þorskur Allur ferskur fiskur er framleiddur roðlaus og beinlaus og fer að stærstum hluta inn á Bretlandsmarkað.

Langstærsti hluti ferskra afurða er seldur gegnum Sæmark sem er í samstarfi við Seafood Company  í Bretlandi.