Frysting – Áherslur í framleiðslu

Meginafurð Fiskvinnslunnar Íslandssögu hf er þorskur og eru framleitt úr 2.100 tonnum af hráefni á ársgrundvelli. Þorskframleiðslan fer að jöfnu til Evrópulanda og Ameríku. Fiskvinnslan Íslandssaga hf framleiðir úr 200 tonnum af hráefni úr steinbít, stærstur hluti framleiðslunnar er harðfiskur fyrir innanlandsmarkað. Fiskvinnslan Íslandssaga hf framleiðir úr 900 tonnum af ýsu á ári stærstur hluti framleiðslunnar er fyrir Bandaríkjamarkað.
Í Fiskvinnslunni Íslandssögu hf er lögð rík áhersla á gæðaeftirlit, sýni eru tekin af hráefni fyrir vinnslu og um borð í viðskiptabátum er meðhöndlun metin og skýrsla afhent sjómönnum. Stöðugt eftirlit er með snyrtingu flaka í fiskvinnslunni og er notast við gæða- og eftirlitskerfi HACCP.

Fiskvinnslan Íslandssaga hf leggur metnað sinn í að viðhalda húsnæði og búnaði í samræmi við reglugerðir og kröfur matvælamarkaðarins. Yfirverkstjóri er Guðrún Oddný Schmidt og ber hún ábyrgð á gæðum framleiðslunnar.
Vinnsluferlið er í stöðugri endurskoðun og er stöðugt unnið að því að gera það markvissara og einfaldara. Helstu söluaðilar á frystum afurðum eru HighlinerSeafood.

Flugfiskur – Áherslur í framleiðslu

Fiskvinnslan Íslandssaga hf. hefur á síðustu árum stöðugt verið að efla vinnslu á ferskum flökum sem flutt eru með flugi á erlenda markaði og kemur þ.a. l. á borð neytandans án þess að hafa verið frystur.
Stærsti hluti ferskfiskframleiðslunnar er unnin úr þorski og fer hann jöfnum höndum á Evrópu og Ameríkumarkað.
Söluaðilar á ferskum afurðum eru nokkrir, Iceland westfjords seafood IWS. Novofood. Bacco seaproducts og ISI.