Á vegum Fiskvinnslunnar er gerður út einn bátur, Einar Guðnason, þá eru nokkrir bátar í eigu útgerðaraðila á Suðureyri í föstum viðskiftum við fyrirtækið, Má þar nefna bátana Hrefna ÍS 267 Eyraröst, Straumnes og Margréti, þá eru nokkrir einstaklingar sem séð hafa hag í því að vera í viðskiftum við fyrirtækið.