MSC vottun

11. nóvember 2010
Sæmark sjávarafurðir ehf.

Línu-, handfæra-og dragnótaveiðar á þorski (Gadus morhua), ýsu (Melanogrammus
aeglefinus) og steinbít (Anarhichas lupus) innan íslensku efnahagslögsögunnar.

Marine Stewardship Council vottun.
Vottunarstofa: Vottunarstofan Tún ehf.

Tilkynning um breytta tímasetningu vettvangsheimsókna og samráðsfunda

Read More

Allt að 6 þúsund börn borðuðu soðna ýsu frá Íslandssögu í gær

Gera má ráð fyrir að allt að sex þúsund skólabörn hafi borðað soðna ýsu í gær sem unnin var hjá fiskvinnslunni Íslandssögu. Fyrirtækið Skólamatur ehf í Reykjanesbæ sem sér um matseld hjá 18 skólum á suðvestur horni landsins bauð  upp á soðna ýsu með smjöri og kartöflum og að sjálfsögðu rúgbrauði. Þessi bráðholli og þjóðlegi réttur hefur án efa runnið ljúflega niður hjá börnunum.

Ýsan er bráðhollur og góður matur.

Bræla og lítið hráefni

Það hefur frekar lítið gefið síðustu tvær vikur. Bátar Íslandssögu réru síðast á laugardag og því er lítið af fiski í vinnslunni þessa dagana. Veðurútlit er heldur skárra næstu daga og því má búast við að eitthvað lifni yfir vinnslunni seinna í vikunni.

Bátar Íslandssögu við bryggju.

Bátar Íslandssögu við bryggju. Ljósm. Ingólfur Þ.

Kristján ÍS 816. Ljósm. Ingólfur Þ.

Bátar Íslandssögu við bryggju. Ljósm. Ingólfur Þ.

Gestur í slipp

2632. Vilborg GK 320. Ljósm. Ingólfur Þ.

Gestur Kristinsson ÍS er nú kominn inn á gólf hjá Trefjum í Hafnarfirði og verður þar í lagfæringum í einhvern tíma. Þar sem að áhöfnin á Gesti þeir Höskuldur og Magnús eru með afbrygðum vanafastir og sérvitrir var ekkert annað í stöðunni en að fá samskonar bát fyrir þá á meðan. Íslandssaga hefur því leigt Vilborgu GK 320 a meðan. Vilborgin er alveg eins og Gestur og er næsta smíði á eftir frá Knörr á Akranesi.

Alþjóðlegur dagur læsis

Í dag er alþjóðlegur dagur læsis og af því tilefni komu nemendur Grunnskólans á Suðureyri í heimsókn í fiskvinnsluna Íslandssögu og lásu sögur og ljóð fyrir starfsfólkið. Eldri nemendur lásu ljóð en  yngri nemendur sögur. Lesið var bæði á íslensku og pólsku. Það er alltaf gaman að fá nemendur skólans í heimsókn, og þakkar starfsfólk Íslandssögu kærlega fyrir sig.

Nemendur Grunnskóla Suðureyrar

Karolina Anikiej les pólska barnasögu.

Ólína Halla, Dísa Líf, Álfdís Hrefna og Ágúst Orri lesa fyrir starfsfólkið.