Útskriftarferð Tjarnarbæjar

Hingað mætti fríður hópur útsriftarnema frá Leikskólanum Tjarnarbæ. Tóku þau stöðunna í vinnslunni og athuguðu hvort foreldrarnir væru ekki að standa sig. Að venju þegar góður hópur mætir eru þau leyst út með viðeigandi veitingum. Þetta er efnileg kynslóð sem er að vaxa úr grasi og verður spennandi að fylgjast með þeim þegar fram líða stundir.

Hin árlega heimsókn komin aftur á dagskrá.

Grunnskólinn á Ísafirði hefur síðastliðin 20 ár komið í vettvangsferð í Íslandssögu með fyrstu bekkingana úr skólanum. Þetta væri ferð númer 23 ef síðastliðin 2 ár hefðu ekki verið undirlögð í ,,dottlu“ eins og sagt er. Þetta er einn af vorboðunum hér í Íslandssögu og ein af skemmtilegri heimsóknum sem við fáum. Nú er beðið eftir næsta vori og nýjum hópi.

Hópurinn eftir ferðina og nestispásuna.
í lokin þá fengu allir afhentan smá glaðning og var þakkað fyrir komuna.
Framkvæmdastjórinn afhendir glaðningin og nokkuð víst að það verður soðning víða á Ísafirði í kvöld.

Einar Guðnason ÍS.

Einar Guðnason Ís 303

Þrátt fyrir mjög rysjótta tíð frá áramótum þá hefur flaggskipi okkar gengið vel þegar gefið hefur. Frá áramótum hefur Einar fiskað 324 tonn í 30 róðrum sem gerir að meðaltali rúm 10 tonn í róðri. Að sögn skipstjóra þeirra Haraldar Jóns (Nonni Helgu) og Bjarna þá reynist þetta skip alveg einstaklega vel og er alveg ,,hörku“ sjóskip. Einar er með beitningarvél um borð og hefur frá áramótum nær eingöngu lagt eina lögn í róðri sem kallað er, en ein lögn er u.þ.b. 42 balar þannig að meðaltal á bala er því u.þ.b. 260kg sem telst bara nokkuð gott almennt séð. Uppistaðan er ennþá þorskur en eitthvað hefur verið að slæðast með af Ýsu og Steinbít eins og gengur.

Nú fer að styttast í Steinbítsvertíðina og er allt á fullu að gera klárt fyrir það tímabil.

Aðrir bátar  hjá Flugölduútgerðinni Hrefna, Straumnes og Eyrarröst sem leggja upp hjá Íslandssögu hefur gengið mjög vel að fiska. Hefur því uppistaðan af hráefni Íslandssögu verið glænýr línufiskur sem fer ferskur til kaupenda okkar í Evrópu og Ameríku með flugi því sem næst daglega.

Og svo hérna ein létt í lokin

Mikið bras og brælutíð

Bíður okkar manna

Allt þó styttir upp um síð

Eins og dæmin sanna.

Hafsjór af hugmyndum – Þeir fiska sem róa

Langar þig að vinna spennandi lokaverkefni með beina tengingu við atvinnulífið á Vestfjörðum? Markmiðið með “Hafsjó af hugmyndum” er að styrkja lokaverkefni sem skapa aukin verðmæti úr sjávarauðlindinni samhliða eflingu atvinnulífs á Vestfjörðum. Um er að ræða nýsköpunarstyrki til háskólanema við gerð lokaverkefna í mastersnámi. Hafsjór af hugmyndum er styrkt af Sjávarútvegsklasa Vestfjarða en styrkurinn er margþættur.

  • Fjárhagslegur
  • Miðlun upplýsinga og reynslu frá sjávarútvegsfyrirtækjunum
  • Útvega hráefni þegar við á.
  • Útvega aðstöðu þegar við á.
  • Skapar tengsl milli háskólanema og atvinnulífsins.
Read More