Eins og alltaf þá er ýmislegt gert sem er fyrir utan þægindaramma svona verksmiðja, eitt af því er t.d. að ,,hátta“ þorsk.
Eitt af því sem er unnið með núna er að „hátta“ þorsk. Þá er þorskurinn hamflettur þannig að allt roðið kemur af í heilulagi. Þetta er nýsköpunarverkefni þar sem við vinnum með lækningavöruframleiðandanum Kerecis og verður þessi framtíðarvara notuð sem ígræðsluefni til meðhöndlunar á bruna eða öðrum sérlega stórum sárum.
Þarna er unnið í öfurgri röð en eftir roðrífingu er þorskurinn flakaður áður en hann fer sína leið í vinnsluferlinu og endar sem veisla á diskum í Evrópu eða Ameríku.