Strandveiðar hafnar

2134. Dagrún ÍS 9.

Níu strandveiðibátar hófu veiðar í gær frá Suðureyri. Alls munu ellefu bátar róa á skak í sumar og þeir leggja allir nema einn upp hjá Íslandssögu. Þessi afli kemur sér vel í vinnslunni núna þar sem tregt hefur verið hjá línubátunum undanfarna daga.