Bræla hjá línubátunum

Fallegur er hann nú ekki, en mjög góður.

 

Bræla er í dag hjá línubátum á Suðureyri og því allir í landi. Útlitið er ekki mjög gott fyrir næstu daga NA kaldaskítur eins og sjómenn kalla það. Steinbítur hefur verið uppistaðan í afla bátanna undanfarnar vikur og því vel við hæfi að birta mynd af einum slíkum.