Dragnótarbáturinn Valgerður BA 45 er aftur farin að leggja upp hjá Íslandssögu eftir hlé í vetur. Valgerður landaði rúmum 10 tonnum í gær úr tveimur sjóferðum. Það munar töluvert um ýsuna sem Óskar og áhöfn hans kemur með að landi, og þeir geta róið í meiri brælum en línubátarnir. Ýsan fer svo með flugi til Evrópu strax í fyrramálið, ef Eyjafjallajökull leyfir.