Sjómannadagurinn á Suðureyri.

Sjómannadagurinn verður að vanda haldinn hátíðlegur á Suðureyri. Tveggja daga dagskrá hefst kl. 13 á laugardag með kappróðri á Lóninu en seinnipartinn verður opið hús hjá Fiskvinnslunni Íslandssögu auk þess sem sýning Johönnu Andersen „Story Teller“ verður opnuð. Um kvöldið verður boðið upp á fiskiveislusmakk í Félagsheimili Súgfirðinga og eru allir velkomnir á meðan birgðir endast og húsrúm leyfir. Þar mun Skólahljómsveit Mosfellsbæjar leika nokkur lög og tónlistarmaðurinn Elvar Másson spilar af fingrum fram. Að veislu lokinni verður slegið upp balli þar sem Smalarnir ásamt Elvari Mássyni leika fyrir dansi.

Á sjálfan sjómannadaginn verður farið í skrúðgöngu frá Bjarnaborg kl. 13.45. Skömmu seinna hefst sjóaramessa og heiðrun. Að sjálfsögðu verða hefðbundin hátíðahöld á sínum stað á höfninni og hefst sú dagskrá kl. 15. Dagskránni lýkur kl. 20 með siglingu á smábátum um Súgandafjörð.

Frétt  af www.bb.is