Alþjóðlegur dagur læsis

Í dag er alþjóðlegur dagur læsis og af því tilefni komu nemendur Grunnskólans á Suðureyri í heimsókn í fiskvinnsluna Íslandssögu og lásu sögur og ljóð fyrir starfsfólkið. Eldri nemendur lásu ljóð en  yngri nemendur sögur. Lesið var bæði á íslensku og pólsku. Það er alltaf gaman að fá nemendur skólans í heimsókn, og þakkar starfsfólk Íslandssögu kærlega fyrir sig.

Nemendur Grunnskóla Suðureyrar

Karolina Anikiej les pólska barnasögu.

Ólína Halla, Dísa Líf, Álfdís Hrefna og Ágúst Orri lesa fyrir starfsfólkið.