Gestur í slipp

2632. Vilborg GK 320. Ljósm. Ingólfur Þ.

Gestur Kristinsson ÍS er nú kominn inn á gólf hjá Trefjum í Hafnarfirði og verður þar í lagfæringum í einhvern tíma. Þar sem að áhöfnin á Gesti þeir Höskuldur og Magnús eru með afbrygðum vanafastir og sérvitrir var ekkert annað í stöðunni en að fá samskonar bát fyrir þá á meðan. Íslandssaga hefur því leigt Vilborgu GK 320 a meðan. Vilborgin er alveg eins og Gestur og er næsta smíði á eftir frá Knörr á Akranesi.