Allt að 6 þúsund börn borðuðu soðna ýsu frá Íslandssögu í gær

Gera má ráð fyrir að allt að sex þúsund skólabörn hafi borðað soðna ýsu í gær sem unnin var hjá fiskvinnslunni Íslandssögu. Fyrirtækið Skólamatur ehf í Reykjanesbæ sem sér um matseld hjá 18 skólum á suðvestur horni landsins bauð  upp á soðna ýsu með smjöri og kartöflum og að sjálfsögðu rúgbrauði. Þessi bráðholli og þjóðlegi réttur hefur án efa runnið ljúflega niður hjá börnunum.

Ýsan er bráðhollur og góður matur.