MSC vottun

11. nóvember 2010
Sæmark sjávarafurðir ehf.

Línu-, handfæra-og dragnótaveiðar á þorski (Gadus morhua), ýsu (Melanogrammus
aeglefinus) og steinbít (Anarhichas lupus) innan íslensku efnahagslögsögunnar.

Marine Stewardship Council vottun.
Vottunarstofa: Vottunarstofan Tún ehf.

Tilkynning um breytta tímasetningu vettvangsheimsókna og samráðsfunda


Um þessar mundir fer fram mat á fyrirtækinu Sæmark sjávarafurðir ehf. samkvæmt reglum
Marine Stewardship Council um sjálfbærar fiskveiðar. Megintilgangur næsta skrefs í matinu
er öflun upplýsinga um fiskveiðarnar og viðræður við fulltrúa fiskveiðiútgerðanna, svo og
aðila sem annast fiskveiðistjórnun og umhverfisstjórnun.

Vottunarstofan Tún ehf. biðst velvirðingar á því að þurfa að tilkynna einnar viku frestun áður
boðaðra vettvangsheimsókna og funda með hagsmunaaðilum.

Matsnefndin áformar nú heimsóknir og fundi með hagsmunaaðilum á Hellissandi,
Patreksfirði, Tálknafirði og Suðureyri í 50. viku sem hefst mánudaginn 13. desember 2010.
Óskir þú eftir að koma á framfæri einhverjum upplýsingum sem þú telur varða þetta mat ert
þú vinsamlegast beðin(n) að senda þær til Túns.

Ef þú óskar eftir að eiga viðræður við fulltrúa í matsnefndinni ert þú vinsamlegast beðin(n)
að tilkynna um það fyrir kl. 17.00 mánudaginn 29. nóvember 2010 og skulu eftirfarandi
upplýsingar koma fram:

1.
Nafn og upplýsingar um hvernig ná má sambandi við þig (sími, netfang, heimilisfang).
2.
Tengsl þín við fiskveiðarnar.
3.
Málefni sem þú óskar eftir að ræða (svo okkur sé unnt að skipuleggja viðmælendur við
hæfi).
Vinsamlegast sendu viðeigandi upplýsingar til:

Vottunarstofan Tún ehf.
Bíldshöfði 12, IS-110 Reykjavík, Iceland
Sími: +354 511 1330
Fax: +354 511 1331
E-mail: tun@tun.is
Sigurbjörg Gísladóttir