Báran í slipp

Bára ÍS 200 einn af bátum Íslandssögu er nú í Suðureyrarslipp þar sem árleg skoðun og viðhald fer fram. Botnmálun og sínk ásamt fleiru smálegu. Báran hefur verið á línuveiðum síðan hún kom í eigu Íslandssögu en nú verður breyting þar á. Frá og með 1. júní mun Báran fara á strandveiðar og er það sennilega í fyrsta sinn sem þessi bátur fer á handfæraveiðar. 

Báran kominn í vagninn.

 

Báran komin í vagninn góða.

Allt eins og það á að vera.

 

10 hjóla Volvo búkkabíll er uppistaðan í vagninum.