Grunnskólinn á Ísafirði hefur síðastliðin 20 ár komið í vettvangsferð í Íslandssögu með fyrstu bekkingana úr skólanum. Þetta væri ferð númer 23 ef síðastliðin 2 ár hefðu ekki verið undirlögð í ,,dottlu“ eins og sagt er. Þetta er einn af vorboðunum hér í Íslandssögu og ein af skemmtilegri heimsóknum sem við fáum. Nú er beðið eftir næsta vori og nýjum hópi.