Hin árlega heimsókn komin aftur á dagskrá.

Grunnskólinn á Ísafirði hefur síðastliðin 20 ár komið í vettvangsferð í Íslandssögu með fyrstu bekkingana úr skólanum. Þetta væri ferð númer 23 ef síðastliðin 2 ár hefðu ekki verið undirlögð í ,,dottlu“ eins og sagt er. Þetta er einn af vorboðunum hér í Íslandssögu og ein af skemmtilegri heimsóknum sem við fáum. Nú er beðið eftir næsta vori og nýjum hópi.

Hópurinn eftir ferðina og nestispásuna.
í lokin þá fengu allir afhentan smá glaðning og var þakkað fyrir komuna.
Framkvæmdastjórinn afhendir glaðningin og nokkuð víst að það verður soðning víða á Ísafirði í kvöld.