Næg atvinna í sumar

Næg atvinna hefur verið hjá fiskvinnslunni Íslandssögu í sumar og hefur ekkert verið stoppað frekar en undanfarin sumur. 

Heimakrakkar frá 15 ára aldri fengu vinnu í sumarfríi sínu frá skóla og stóðu þau sig vel eins og áður. Unnin hafa verið rúm 1300 tonn af ýsu, þorski og steinbít í júní, júlí og það sem af er ágúst og hefur það að mestu leyti farið á markaði í Bretlandi og Bandaríkjunum.

Gæftir hafa verið ágætar hjá bátunum okkar eftir einn erfiðasta vetur í manna minnum en þá féllu margir dagar úr vegna brælu á miðunum. Einnig hefur verið keypt töluvert á mörkuðum og af strandveiðibátum sem réru frá Suðureyri. Þegar þetta er skrifað er nægur fiskur og mikil vinna framundan þessa vikuna.

Báran í slipp

Bára ÍS 200 einn af bátum Íslandssögu er nú í Suðureyrarslipp þar sem árleg skoðun og viðhald fer fram. Botnmálun og sínk ásamt fleiru smálegu. Báran hefur verið á línuveiðum síðan hún kom í eigu Íslandssögu en nú verður breyting þar á. Frá og með 1. júní mun Báran fara á strandveiðar og er það sennilega í fyrsta sinn sem þessi bátur fer á handfæraveiðar. 

Báran kominn í vagninn.
Read More

MSC vottun

11. nóvember 2010
Sæmark sjávarafurðir ehf.

Línu-, handfæra-og dragnótaveiðar á þorski (Gadus morhua), ýsu (Melanogrammus
aeglefinus) og steinbít (Anarhichas lupus) innan íslensku efnahagslögsögunnar.

Marine Stewardship Council vottun.
Vottunarstofa: Vottunarstofan Tún ehf.

Tilkynning um breytta tímasetningu vettvangsheimsókna og samráðsfunda

Read More

Allt að 6 þúsund börn borðuðu soðna ýsu frá Íslandssögu í gær

Gera má ráð fyrir að allt að sex þúsund skólabörn hafi borðað soðna ýsu í gær sem unnin var hjá fiskvinnslunni Íslandssögu. Fyrirtækið Skólamatur ehf í Reykjanesbæ sem sér um matseld hjá 18 skólum á suðvestur horni landsins bauð  upp á soðna ýsu með smjöri og kartöflum og að sjálfsögðu rúgbrauði. Þessi bráðholli og þjóðlegi réttur hefur án efa runnið ljúflega niður hjá börnunum.

Ýsan er bráðhollur og góður matur.

Bræla og lítið hráefni

Það hefur frekar lítið gefið síðustu tvær vikur. Bátar Íslandssögu réru síðast á laugardag og því er lítið af fiski í vinnslunni þessa dagana. Veðurútlit er heldur skárra næstu daga og því má búast við að eitthvað lifni yfir vinnslunni seinna í vikunni.

Bátar Íslandssögu við bryggju.

Bátar Íslandssögu við bryggju. Ljósm. Ingólfur Þ.

Kristján ÍS 816. Ljósm. Ingólfur Þ.

Bátar Íslandssögu við bryggju. Ljósm. Ingólfur Þ.