Bræla hjá línubátunum

Fallegur er hann nú ekki, en mjög góður.

 

Bræla er í dag hjá línubátum á Suðureyri og því allir í landi. Útlitið er ekki mjög gott fyrir næstu daga NA kaldaskítur eins og sjómenn kalla það. Steinbítur hefur verið uppistaðan í afla bátanna undanfarnar vikur og því vel við hæfi að birta mynd af einum slíkum.

Strandveiðar hafnar

2134. Dagrún ÍS 9.

Níu strandveiðibátar hófu veiðar í gær frá Suðureyri. Alls munu ellefu bátar róa á skak í sumar og þeir leggja allir nema einn upp hjá Íslandssögu. Þessi afli kemur sér vel í vinnslunni núna þar sem tregt hefur verið hjá línubátunum undanfarna daga.

Fiskvinnslan Íslandssaga

Velkominn á nýja heimasíðu fiskvinnslunnar Íslandssögu á Suðureyri. Hér geturðu fundið upplýsingar um fyrirtækið okkar, starfsmenn þess og fleira.

Á forsíðunni ætlum við að hafa reglulegar fréttir af því sem tengist starfseminni og öðru okkur viðkomandi.

Kveðja

Íslandssaga