Allt að 6 þúsund börn borðuðu soðna ýsu frá Íslandssögu í gær

Gera má ráð fyrir að allt að sex þúsund skólabörn hafi borðað soðna ýsu í gær sem unnin var hjá fiskvinnslunni Íslandssögu. Fyrirtækið Skólamatur ehf í Reykjanesbæ sem sér um matseld hjá 18 skólum á suðvestur horni landsins bauð  upp á soðna ýsu með smjöri og kartöflum og að sjálfsögðu rúgbrauði. Þessi bráðholli og þjóðlegi réttur hefur án efa runnið ljúflega niður hjá börnunum.

Ýsan er bráðhollur og góður matur.

Bræla og lítið hráefni

Það hefur frekar lítið gefið síðustu tvær vikur. Bátar Íslandssögu réru síðast á laugardag og því er lítið af fiski í vinnslunni þessa dagana. Veðurútlit er heldur skárra næstu daga og því má búast við að eitthvað lifni yfir vinnslunni seinna í vikunni.

Bátar Íslandssögu við bryggju.

Bátar Íslandssögu við bryggju. Ljósm. Ingólfur Þ.

Kristján ÍS 816. Ljósm. Ingólfur Þ.

Bátar Íslandssögu við bryggju. Ljósm. Ingólfur Þ.

Gestur í slipp

2632. Vilborg GK 320. Ljósm. Ingólfur Þ.

Gestur Kristinsson ÍS er nú kominn inn á gólf hjá Trefjum í Hafnarfirði og verður þar í lagfæringum í einhvern tíma. Þar sem að áhöfnin á Gesti þeir Höskuldur og Magnús eru með afbrygðum vanafastir og sérvitrir var ekkert annað í stöðunni en að fá samskonar bát fyrir þá á meðan. Íslandssaga hefur því leigt Vilborgu GK 320 a meðan. Vilborgin er alveg eins og Gestur og er næsta smíði á eftir frá Knörr á Akranesi.

Alþjóðlegur dagur læsis

Í dag er alþjóðlegur dagur læsis og af því tilefni komu nemendur Grunnskólans á Suðureyri í heimsókn í fiskvinnsluna Íslandssögu og lásu sögur og ljóð fyrir starfsfólkið. Eldri nemendur lásu ljóð en  yngri nemendur sögur. Lesið var bæði á íslensku og pólsku. Það er alltaf gaman að fá nemendur skólans í heimsókn, og þakkar starfsfólk Íslandssögu kærlega fyrir sig.

Nemendur Grunnskóla Suðureyrar

Karolina Anikiej les pólska barnasögu.

Ólína Halla, Dísa Líf, Álfdís Hrefna og Ágúst Orri lesa fyrir starfsfólkið.

Sýning Jóhönnu Andersen „Story telling“ opnuð.

Sýning Jóhönnu Andersen „Story telling“ verður opnuð í matsal Fiskvinnslunnar Íslandssögu hf laugardaginn 5. Júní 2010. Hér að neðan er lítilræði um þessa sýningu og hvernig hún er til kominn, ef þið klikkið á starfsfólk hér að ofan sjáið þið hvað um er að ræða.

My program; Storytelling for strategic communication is a vocational education program for one and a half year, run by Nordic Bussiness Institute. It’s in close proximity to the bussiness world/industiral and commercial life and contains two internships of 10 weeks each (project based).  This is my first intership and I’m here in Iceland thanks to the Leonardo da Vinci program and their grant for studies abroad in Europe.

The project at Íslandssaga; about learning and getting experience in real life and being resposible for creating and watching something take shape and come to life using stories.

Everyone has stories to tell, and maybe the stories can be a stepping stone, because who can resist a good storie? They can be a way of showing part of who and what we are, of arousing emotions and turning the Polish woman or the Icelandic man into a individual with unique qualities, so much more than just a nationality or a culture… a person we can relate to. Here I’ve had to use part of their stories, but maybe they can arouse curiosity?

My background is in short:

Bachelor in psychology and working on my master in Environmental psychology, also writer of a teenage novel; Ellies ensamhet at Kikkuli publishers in Sweden.

Loves stories, travelling and outdoor activities – combining them all here in Iceland.

Thinks that this has been a great challenge to me and that I’ve learned lots and gotten to know myself better in the process. Frustation, creativity, and lots of fun.