Skip to content
Íslandssaga

Íslandssaga

Fiskvinnslan Íslandssaga

  • Fyrirtækið
  • Framleiðsla
  • Bátarnir
  • Skipurit
  • English
  • Hafðu samband
  • Bæklingur

Fiskvinnslan Íslandsaga

Fiskvinnslan Íslandssaga var stofnuð í desember árið 1999. Fyrirtækið er byggt á grunni mikillar hefðar í úrvinnslu sjávarafurða. Hér má finna allar helstu upplýsingar um fyrirtækið og starfsemi þess.

Bátarnir

Bátarnir

Á vegum Fiskvinnslunnar er gerður út einn bátur, Einar Guðnason, þá eru nokkrir bátar...

Fyrirtækið

Fyrirtækið

Íslandssaga er hlutafélag í eigu Útgerðarfélagsins Norðureyrar ehf sem er að mestu í eigu einstaklinga á Suðureyri...

Framleiðslan

Framleiðslan

Meginafurð Fiskvinnslunnar Íslandssögu hf. er þorskur einnig er mikið unnið af Ýsu og Steinbít.

Hafðu samband

Hafðu samband

Hér finnur þú netföng og símanúmer starfsfólks

Fréttir frá Íslandssögu

Hér má lesa eitt og annað sem á daga okkar drífur hér hjá Íslandssögu

Háttaður Þorskur

Eins og alltaf þá er ýmislegt gert sem er fyrir utan þægindaramma svona verksmiðja, eitt af því er t.d. að ,,hátta“ þorsk.

Eitt af því sem er unnið með núna er að „hátta“ þorsk. Þá er þorskurinn hamflettur þannig að allt roðið kemur af í heilulagi. Þetta er nýsköpunarverkefni þar sem við vinnum með lækningavöruframleiðandanum Kerecis og verður þessi framtíðarvara notuð sem ígræðsluefni til meðhöndlunar á bruna eða öðrum sérlega stórum sárum.

Þarna er unnið í öfurgri röð en eftir roðrífingu er þorskurinn flakaður áður en hann fer sína leið í vinnsluferlinu og endar sem veisla á diskum í Evrópu eða Ameríku.

Share on Facebook

Bleikur október í Íslandssögu

Síðustu ár hefur skapast hefð fyrir því að októbermánuður hefur verið kallaður bleikur mánuður en bleiki liturinn er tilkomin vegna átaksins Bleika slaufan. Bleika slaufan er átaksverkefni Krabbameinsfélagsins tileinkað baráttunni gegn krabbameinum hjá konum. Þann 23. október 2024 er Bleiki dagurinn og hvetjum við alla til að taka þátt í verkefninu og styðja mikilvægt málefni.

Allir starfsmenn Íslandssögu fengu Bleika slaufi í tilefni mánaðarins.

Share on Facebook

Útskriftarferð Tjarnarbæjar

Hingað mætti fríður hópur útsriftarnema frá Leikskólanum Tjarnarbæ. Tóku þau stöðunna í vinnslunni og athuguðu hvort foreldrarnir væru ekki að standa sig. Að venju þegar góður hópur mætir eru þau leyst út með viðeigandi veitingum. Þetta er efnileg kynslóð sem er að vaxa úr grasi og verður spennandi að fylgjast með þeim þegar fram líða stundir.

Share on Facebook

Hin árlega heimsókn komin aftur á dagskrá.

Grunnskólinn á Ísafirði hefur síðastliðin 20 ár komið í vettvangsferð í Íslandssögu með fyrstu bekkingana úr skólanum. Þetta væri ferð númer 23 ef síðastliðin 2 ár hefðu ekki verið undirlögð í ,,dottlu“ eins og sagt er. Þetta er einn af vorboðunum hér í Íslandssögu og ein af skemmtilegri heimsóknum sem við fáum. Nú er beðið eftir næsta vori og nýjum hópi.

Hópurinn eftir ferðina og nestispásuna.
í lokin þá fengu allir afhentan smá glaðning og var þakkað fyrir komuna.
Framkvæmdastjórinn afhendir glaðningin og nokkuð víst að það verður soðning víða á Ísafirði í kvöld.

Share on Facebook

Fiskvinnslan Íslandssaga hf
Freyjugötu 2,
430 Suðureyri
Kt: 481299-3069
Sími: 456-6300,
VSK Nr: 65084

Fiskvinnslan Íslandssaga 2021