Sýning Jóhönnu Andersen „Story telling“ opnuð.

Sýning Jóhönnu Andersen „Story telling“ verður opnuð í matsal Fiskvinnslunnar Íslandssögu hf laugardaginn 5. Júní 2010. Hér að neðan er lítilræði um þessa sýningu og hvernig hún er til kominn, ef þið klikkið á starfsfólk hér að ofan sjáið þið hvað um er að ræða.

My program; Storytelling for strategic communication is a vocational education program for one and a half year, run by Nordic Bussiness Institute. It’s in close proximity to the bussiness world/industiral and commercial life and contains two internships of 10 weeks each (project based).  This is my first intership and I’m here in Iceland thanks to the Leonardo da Vinci program and their grant for studies abroad in Europe.

The project at Íslandssaga; about learning and getting experience in real life and being resposible for creating and watching something take shape and come to life using stories.

Everyone has stories to tell, and maybe the stories can be a stepping stone, because who can resist a good storie? They can be a way of showing part of who and what we are, of arousing emotions and turning the Polish woman or the Icelandic man into a individual with unique qualities, so much more than just a nationality or a culture… a person we can relate to. Here I’ve had to use part of their stories, but maybe they can arouse curiosity?

My background is in short:

Bachelor in psychology and working on my master in Environmental psychology, also writer of a teenage novel; Ellies ensamhet at Kikkuli publishers in Sweden.

Loves stories, travelling and outdoor activities – combining them all here in Iceland.

Thinks that this has been a great challenge to me and that I’ve learned lots and gotten to know myself better in the process. Frustation, creativity, and lots of fun.

Sjómannadagurinn á Suðureyri.

Sjómannadagurinn verður að vanda haldinn hátíðlegur á Suðureyri. Tveggja daga dagskrá hefst kl. 13 á laugardag með kappróðri á Lóninu en seinnipartinn verður opið hús hjá Fiskvinnslunni Íslandssögu auk þess sem sýning Johönnu Andersen „Story Teller“ verður opnuð. Um kvöldið verður boðið upp á fiskiveislusmakk í Félagsheimili Súgfirðinga og eru allir velkomnir á meðan birgðir endast og húsrúm leyfir. Þar mun Skólahljómsveit Mosfellsbæjar leika nokkur lög og tónlistarmaðurinn Elvar Másson spilar af fingrum fram. Að veislu lokinni verður slegið upp balli þar sem Smalarnir ásamt Elvari Mássyni leika fyrir dansi.

Á sjálfan sjómannadaginn verður farið í skrúðgöngu frá Bjarnaborg kl. 13.45. Skömmu seinna hefst sjóaramessa og heiðrun. Að sjálfsögðu verða hefðbundin hátíðahöld á sínum stað á höfninni og hefst sú dagskrá kl. 15. Dagskránni lýkur kl. 20 með siglingu á smábátum um Súgandafjörð.

Frétt  af www.bb.is

Valgerður komin aftur

Dragnótarbáturinn Valgerður BA 45 er aftur farin að leggja upp hjá Íslandssögu eftir hlé í vetur. Valgerður landaði rúmum 10 tonnum í gær úr tveimur sjóferðum. Það munar töluvert um ýsuna sem Óskar og áhöfn hans kemur með að landi, og þeir geta róið í meiri brælum en línubátarnir. Ýsan fer svo með flugi til Evrópu strax í fyrramálið, ef Eyjafjallajökull leyfir.

Bræla hjá línubátunum

Fallegur er hann nú ekki, en mjög góður.

 

Bræla er í dag hjá línubátum á Suðureyri og því allir í landi. Útlitið er ekki mjög gott fyrir næstu daga NA kaldaskítur eins og sjómenn kalla það. Steinbítur hefur verið uppistaðan í afla bátanna undanfarnar vikur og því vel við hæfi að birta mynd af einum slíkum.

Strandveiðar hafnar

2134. Dagrún ÍS 9.

Níu strandveiðibátar hófu veiðar í gær frá Suðureyri. Alls munu ellefu bátar róa á skak í sumar og þeir leggja allir nema einn upp hjá Íslandssögu. Þessi afli kemur sér vel í vinnslunni núna þar sem tregt hefur verið hjá línubátunum undanfarna daga.