Þann 3. Júní 2010 hóf Fiskistofa könnun á samræmi í innkaupum á hráefni og seldum afurðum frá félaginu. 15 janúar s.l. eða rúmum 30 mánuðum eftir að könnun hefst er komin niðurstaða í málið, ekkert athugavert er í innkaupum á hráefni bakreiknað frá afurðum sem félagið seldi.
Stjórnendur Fiskvinnslunnar Íslandssögu hf fagna því að niðurstaða hafi fengist í þetta mál. Það hefur valdið félaginu miklum erfiðleikum í endurskipulagningu á félaginu í kjölfar hrunsins. Samskipti við opinberar stofnanir og fjármálastofnanir hafa ekki verið með eðlilegum hætti eftir að þetta mál kom upp. Nú munu vonandi verða breyting þar á og horfa eigendur félagsins bjartsýnir fram á veginn. Um leið vilja eigendur þakka viðskiptabanka, viðskiptavinum, starfsfólki og öðrum sem stutt hafa við félagið með þolinmæði á þessu tímabili. Það er trú okkar og von að hér sé hægt að byggja upp til framtíðar. Hér að neðan getur að líta bréf Fiskistofu.