Háttaður Þorskur

Eins og alltaf þá er ýmislegt gert sem er fyrir utan þægindaramma svona verksmiðja, eitt af því er t.d. að ,,hátta“ þorsk.

Eitt af því sem er unnið með núna er að „hátta“ þorsk. Þá er þorskurinn hamflettur þannig að allt roðið kemur af í heilulagi. Þetta er nýsköpunarverkefni þar sem við vinnum með lækningavöruframleiðandanum Kerecis og verður þessi framtíðarvara notuð sem ígræðsluefni til meðhöndlunar á bruna eða öðrum sérlega stórum sárum.

Þarna er unnið í öfurgri röð en eftir roðrífingu er þorskurinn flakaður áður en hann fer sína leið í vinnsluferlinu og endar sem veisla á diskum í Evrópu eða Ameríku.

Bleikur október í Íslandssögu

Síðustu ár hefur skapast hefð fyrir því að októbermánuður hefur verið kallaður bleikur mánuður en bleiki liturinn er tilkomin vegna átaksins Bleika slaufan. Bleika slaufan er átaksverkefni Krabbameinsfélagsins tileinkað baráttunni gegn krabbameinum hjá konum. Þann 23. október 2024 er Bleiki dagurinn og hvetjum við alla til að taka þátt í verkefninu og styðja mikilvægt málefni.

Allir starfsmenn Íslandssögu fengu Bleika slaufi í tilefni mánaðarins.