Sjómannadagurinn á Suðureyri.

by Ingolfur 03.06.2010

Sjómannadagurinn verður að vanda haldinn hátíðlegur á Suðureyri. Tveggja daga dagskrá hefst kl. 13 á laugardag með kappróðri á Lóninu en seinnipartinn verður opið hús hjá Fiskvinnslunni Íslandssögu auk þess sem sýning Johönnu Andersen „Story Teller“ verður opnuð. Um kvöldið verður boðið upp á fiskiveislusmakk í Félagsheimili Súgfirðinga og eru allir velkomnir á meðan birgðir […]

Lesa meira →

Valgerður komin aftur

by Ingolfur 19.05.2010

Dragnótarbáturinn Valgerður BA 45 er aftur farin að leggja upp hjá Íslandssögu eftir hlé í vetur. Valgerður landaði rúmum 10 tonnum í gær úr tveimur sjóferðum. Það munar töluvert um ýsuna sem Óskar og áhöfn hans kemur með að landi, og þeir geta róið í meiri brælum en línubátarnir. Ýsan fer svo með flugi til Evrópu strax í […]

Lesa meira →

Bræla hjá línubátunum

by Ingolfur 14.05.2010

  Bræla er í dag hjá línubátum á Suðureyri og því allir í landi. Útlitið er ekki mjög gott fyrir næstu daga NA kaldaskítur eins og sjómenn kalla það. Steinbítur hefur verið uppistaðan í afla bátanna undanfarnar vikur og því vel við hæfi að birta mynd af einum slíkum. Share on Facebook

Lesa meira →

Strandveiðar hafnar

by Ingolfur 11.05.2010

Níu strandveiðibátar hófu veiðar í gær frá Suðureyri. Alls munu ellefu bátar róa á skak í sumar og þeir leggja allir nema einn upp hjá Íslandssögu. Þessi afli kemur sér vel í vinnslunni núna þar sem tregt hefur verið hjá línubátunum undanfarna daga. Share on Facebook

Lesa meira →

Fiskvinnslan Íslandssaga

by admin 20.05.2009

Velkominn á nýja heimasíðu fiskvinnslunnar Íslandssögu á Suðureyri. Hér geturðu fundið upplýsingar um fyrirtækið okkar, starfsmenn þess og fleira. Á forsíðunni ætlum við að hafa reglulegar fréttir af því sem tengist starfseminni og öðru okkur viðkomandi. Kveðja Íslandssaga   Share on Facebook

Lesa meira →