Næg atvinna í sumar

Næg atvinna hefur verið hjá fiskvinnslunni Íslandssögu í sumar og hefur ekkert verið stoppað frekar en undanfarin sumur. 

Heimakrakkar frá 15 ára aldri fengu vinnu í sumarfríi sínu frá skóla og stóðu þau sig vel eins og áður. Unnin hafa verið rúm 1300 tonn af ýsu, þorski og steinbít í júní, júlí og það sem af er ágúst og hefur það að mestu leyti farið á markaði í Bretlandi og Bandaríkjunum.

Gæftir hafa verið ágætar hjá bátunum okkar eftir einn erfiðasta vetur í manna minnum en þá féllu margir dagar úr vegna brælu á miðunum. Einnig hefur verið keypt töluvert á mörkuðum og af strandveiðibátum sem réru frá Suðureyri. Þegar þetta er skrifað er nægur fiskur og mikil vinna framundan þessa vikuna.

Báran í slipp

Bára ÍS 200 einn af bátum Íslandssögu er nú í Suðureyrarslipp þar sem árleg skoðun og viðhald fer fram. Botnmálun og sínk ásamt fleiru smálegu. Báran hefur verið á línuveiðum síðan hún kom í eigu Íslandssögu en nú verður breyting þar á. Frá og með 1. júní mun Báran fara á strandveiðar og er það sennilega í fyrsta sinn sem þessi bátur fer á handfæraveiðar. 

Báran kominn í vagninn.
Read More