Einar Guðnason ÍS.

Einar Guðnason Ís 303

Þrátt fyrir mjög rysjótta tíð frá áramótum þá hefur flaggskipi okkar gengið vel þegar gefið hefur. Frá áramótum hefur Einar fiskað 324 tonn í 30 róðrum sem gerir að meðaltali rúm 10 tonn í róðri. Að sögn skipstjóra þeirra Haraldar Jóns (Nonni Helgu) og Bjarna þá reynist þetta skip alveg einstaklega vel og er alveg ,,hörku“ sjóskip. Einar er með beitningarvél um borð og hefur frá áramótum nær eingöngu lagt eina lögn í róðri sem kallað er, en ein lögn er u.þ.b. 42 balar þannig að meðaltal á bala er því u.þ.b. 260kg sem telst bara nokkuð gott almennt séð. Uppistaðan er ennþá þorskur en eitthvað hefur verið að slæðast með af Ýsu og Steinbít eins og gengur.

Nú fer að styttast í Steinbítsvertíðina og er allt á fullu að gera klárt fyrir það tímabil.

Aðrir bátar  hjá Flugölduútgerðinni Hrefna, Straumnes og Eyrarröst sem leggja upp hjá Íslandssögu hefur gengið mjög vel að fiska. Hefur því uppistaðan af hráefni Íslandssögu verið glænýr línufiskur sem fer ferskur til kaupenda okkar í Evrópu og Ameríku með flugi því sem næst daglega.

Og svo hérna ein létt í lokin

Mikið bras og brælutíð

Bíður okkar manna

Allt þó styttir upp um síð

Eins og dæmin sanna.