Hafsjór af hugmyndum – Þeir fiska sem róa

Langar þig að vinna spennandi lokaverkefni með beina tengingu við atvinnulífið á Vestfjörðum? Markmiðið með “Hafsjó af hugmyndum” er að styrkja lokaverkefni sem skapa aukin verðmæti úr sjávarauðlindinni samhliða eflingu atvinnulífs á Vestfjörðum. Um er að ræða nýsköpunarstyrki til háskólanema við gerð lokaverkefna í mastersnámi. Hafsjór af hugmyndum er styrkt af Sjávarútvegsklasa Vestfjarða en styrkurinn er margþættur.

  • Fjárhagslegur
  • Miðlun upplýsinga og reynslu frá sjávarútvegsfyrirtækjunum
  • Útvega hráefni þegar við á.
  • Útvega aðstöðu þegar við á.
  • Skapar tengsl milli háskólanema og atvinnulífsins.
Read More